Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
sunnudagur, janúar 09, 2005

2005

Jájá, nú er loks kominn tími fyrir hana Völu að blogga. Jólin voru frábær og áramótin í það minnsta jafn frábær. Við Gústi partýuðumst fram eftir morgni á nýársnótt og vorum komin heim um hálf átta. Nokkuð gott, ekki satt? Enda sváfum við heldur lengi um "morguninn"
Skólinn er byrjaður aftur á fullum krafti. Eftir jól setur óperudeildin upp samansoð af senum úr hinum og þessum óperum. Þetta verður vægast sagt öðruvísi en prakkarinn (sem er nútíma-krakkaópera) svo að þetta verður spennandi.
Ég vann alla daga í síðustu viku í Draumalandi og var orðin frekar þreytt á börnum... en föstudagurinn endaði svo vel að ég get ekki beðið eftir að fara að vinna aftur á miðvikudaginn. Ég hef verið með yngstu krakkana hingað til, en Óli setti mig allt í einu með þeim elstu! Ég var svlítið "shaken" í fyrstu, en síðan hefur þetta bara gengið alveg ágætlega, allavega þessa þrjá daga sem ég hef verið hópstjórinn þeirra.
Það var á döfinni hjá Gústa að kaupa sér íbúð og við vorum orðin frekar spennt, farin að skoða og allt. En síðan þegar hann ætlaði að fá greiðslumat, þá fékkst það ekki! Hann er ekki með nógu há laun (hann er nú bara með meðallaun miðað við mann á hans aldri) og svo á hann ekkert (bíl eða aðra fasteign eða eitthvað þvíumlíkt). Hvað er málið? þarf maður nú að eiga eitthvað til að kaupa? það meikar ekkert sens!! Ég held að fólkið sem gerir greiðslumatið geri ráð fyrir að maður þurfi 50 þúsund í framfærslueyri á mánuði. Það er án lánagreiðslna, reikninga eða niðurborgana á skuldum. Ég skil ekki systemið, á meðan við bíðum hækkar fasteignaverðið upp úr öllu valdi!
Við mamma vorum nærri dánar í gær, ég sver! Við vorum að keyra í mesta sakleysi eftir Nýbýlavegi og það var þétt röð af bílum á hinni akreininni. Allt í einu tökum við eftir því að það kemur bíll á móti okkur á fullu spani!! Hann rásaði á veginum og við bjuggumst við að hann færi að skjóta sér yfir á hina akreinina, en það gerði hann ekki! Mamma keyrði og tókst rétt að skjóta bílnum upp í snjóruðninginn við hliðina á götunni og við horfðum á þennan krambúleraða bíl þjóta fram hjá og halda áfram á öfugum vegarhelmingi. Ég sá manninn. Hann var ungur og það var alls ekkert panik á honum, hann sat þarna samanbitinn og horfði beint framfyrir sig. Ef við hefðum verið komnar tíu metrum lengra hefðum við ekki komist af götunni því þar er svo brött brekka við hliðina á honum. Ég hélt í fullri alvöru að hann myndi lenda framan á okkur og þá væri ég ekki hér... allavega ekki hér heima að blogga...


skrifað af Runa Vala kl: 13:52

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala